Ég er svo uppgefinn svo þreyttur svo einmana
Orð mín eru gleypt af loftinu\\
Að týnast í sjálfum mér var aldrei inn á kortinu\\
Ég er sorgmæddi maðurinn sofandi í portinu\\
Ég er maðurinn sem gruflar í sorpinu\\
Ég er skíturinn í þorpinu\\
Dýrið í víninu\\
þetta hvíta í trýninu\\
veiran í sýninu\\
heyri fólkið tala um mig er ég læst sofa\\
segja að ég deyji vonandi úr kulda í þessum pappakassakofa\\
þau slökkva ljósin þegar að mín kveikna\\
ég kunni eitt sinn að teikna\\
ég kunni eitt sinn að reikna\\
en nú talar fólk um mig sem hinn illa leikna\\
Að týnast í sjálfum mér var aldrei inn á kortinu\\
Ég er sorgmæddi maðurinn sofandi í portinu\\
Ég er maðurinn sem gruflar í sorpinu\\
Ég er skíturinn í þorpinu\\
Dýrið í víninu\\
þetta hvíta í trýninu\\
veiran í sýninu\\
heyri fólkið tala um mig er ég læst sofa\\
segja að ég deyji vonandi úr kulda í þessum pappakassakofa\\
þau slökkva ljósin þegar að mín kveikna\\
ég kunni eitt sinn að teikna\\
ég kunni eitt sinn að reikna\\
en nú talar fólk um mig sem hinn illa leikna\\