Hvítar tennur
Birtist líkt og glottandi
vígbúnum mjallhvítum tönnum
eins og íhugul langsoltin úlfynja,
um skoltin leikur órætt peningabros,
slefar tómlæti, blóðhlaupnum augum,
á sakfellda harmræna bráðina
er hún læsir góðlátlega kjaftstórum orðum í viðkvæmt fölbleikt holdið.

 
Júlíus Einar
1950 - ...


Ljóð eftir Júlíus Einar

Vorkoman
Hversdagsþankar
Sjálfskaparvítið
kveðjulok
Földu ræturnar
Vonarganga
Morgunsárið
Bíóferð
Fortíðarörlög
Heilræða-hending
Við flæðarmálið
Hvítar tennur
Pósturinn í eftirmiðdaginn
Ástin í tvíhlið