Ef
Ef ég kæmi til þín,
tæki utan um þig
og andaði að mér lyktinni,
sem ég sakna svo sárt...

og ef ég kæmi til þín,
hvíslaði að þér orðunum
sem áttu að vera sögð,
en voru aldrei sögð...

og ef ég kæmi til þín,
gæfi þér hjarta mitt
og alla mína ást,
sem þú áttir alltaf einn...

og ef ég kæmi til þín,
og sýndi þér sál mína
eins og hún er...

og ef ég kæmi til þín,
legði niður vopnin
og vildi semja um frið...

myndirðu þá kasta mér frá þér?

aftur?



Samið á Akureyri 1992
 
Hjördís Kvaran Einarsdóttir
1970 - ...
Þetta er eitt af mínum elstu ljóðum og það kom út í bókinni Svört orð, 2002 - réttum tíu árum eftir að ég samdi það. Það varð til einn, tveir og bingó og ég hef aldrei breytt því, mér þykir of vænt um þetta ljóð og tilefni þess.

Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hjördísi Kvaran Einarsdóttur

Eftirmæli
Ef
Stundum
Næturdraumar
Takturinn og tíkin
Lyfseðill
Uppgötvun
Tómas Guðmundsson
Minning
Sorg
Aska
Barn
Gólftuskan
Sálin
Sortan
Ljótt
Rugl
Dæmi
Upplifun
Með þér
Sköpun
Þögn
Auðn og ekkert
Skot á barnum
Vegurinn
Rottufangarinn
Ástin
Vinur
Hún
Þú
Eftirmæli um Þorstein Gylfason
Í kvöld
Að þér gengnum
Einsemd
Ópið
Þrá
Ný kynni
Regn
Áttu tappa?
einhver eins og þú
Hvað?
Upphaf að einhverju nýju
Draumur
Svar til Gísla Einarssonar á kosninganótt
Kunnuglegur staður
Sort
Tár
Aðeins