Ef
Ef ég kæmi til þín,
tæki utan um þig
og andaði að mér lyktinni,
sem ég sakna svo sárt...
og ef ég kæmi til þín,
hvíslaði að þér orðunum
sem áttu að vera sögð,
en voru aldrei sögð...
og ef ég kæmi til þín,
gæfi þér hjarta mitt
og alla mína ást,
sem þú áttir alltaf einn...
og ef ég kæmi til þín,
og sýndi þér sál mína
eins og hún er...
og ef ég kæmi til þín,
legði niður vopnin
og vildi semja um frið...
myndirðu þá kasta mér frá þér?
aftur?
Samið á Akureyri 1992
tæki utan um þig
og andaði að mér lyktinni,
sem ég sakna svo sárt...
og ef ég kæmi til þín,
hvíslaði að þér orðunum
sem áttu að vera sögð,
en voru aldrei sögð...
og ef ég kæmi til þín,
gæfi þér hjarta mitt
og alla mína ást,
sem þú áttir alltaf einn...
og ef ég kæmi til þín,
og sýndi þér sál mína
eins og hún er...
og ef ég kæmi til þín,
legði niður vopnin
og vildi semja um frið...
myndirðu þá kasta mér frá þér?
aftur?
Samið á Akureyri 1992
Þetta er eitt af mínum elstu ljóðum og það kom út í bókinni Svört orð, 2002 - réttum tíu árum eftir að ég samdi það. Það varð til einn, tveir og bingó og ég hef aldrei breytt því, mér þykir of vænt um þetta ljóð og tilefni þess.
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi