Einkaskilaboð frá Guði
Hafðu mig sem guð einan
og þú hólpinn ert
ellegar skalt þú deyja,

fylgdu hópi mínum
og hentu fyrir róðra
öllu heimsins rökum
því ég er allt
og ekkert,
guð,
og heilög geðveikin
í haldveikum
huga þínum,

hafðu mig sem guð einan
og þú hólpinn ert
því allar eftirlegukindur
í helvíti munu brenna
og biðja mig
um miskunn
því ég er allt
og ekkert
samverji og slátrari
keik stoð
og kviksyndi,
guð þinn.
 
Gísli Friðrik Ágústsson
1976 - ...


Ljóð eftir Gísla Friðrik Ágústsson (gillimann@gmail.com)

Veðurfréttir
Ferðin heim
Flug í draumi
Reykjavík á rauðum morgni
Dánarfréttir og jarðarfarir
Sólarupprás kl rúmlega níu
Of kalt fyrir skrúðgöngu
Ástin er ekki til
Sílíkon
Einkaskilaboð frá Guði
Líf
Tímaflakkarinn
Föðurbetrungur
Kárahnjúkar: náttúrustemma
Fjögur líf á svipstundu
Áhrínsorð móður
Vandræðaleg augnablik.
Regndropar.
Dauðsfall á lagernum
Salt