Áhyggjuleysi æskunnar.
Hvert fóru þeir tímar?
Þar sem maður sat,
Á stigatröppunum heima.
Áhyggjulaus um lífið og tilveruna,
Áhyggjulaus um framtíðina.
Hve oft höfum við ekki spurt okkur að því?

En það sem við áttum okkur ekki á,
Er að við vorum aldrei áhyggjulaus.
Tilveran, lífið og framtíðin,
hafa alltaf verið okkur áhyggjuefni.
Við bara höldum annað.

Því við einfaldlega munum ekki.
 
Rökkva
1989 - ...


Ljóð eftir Rökkvu

Einmanaleikinn
Bjargvætturinn
Spenna, þrá og eftirsjá
Áhyggjuleysi æskunnar.
Nafnlaust ljóð um Djöfulinn og Guð
.....
Reiði
lýðræði
Myrkur
Ástar þakkir fyrir eldamennskuna
.
Ég vil...
Til þín ástin mín.
Lífshræðsla
Nauðgunarlyf
Það sem er eftir ósagt