Swingrokk
við rokkinn sat og vann
ull og sögur saman spann
á rokknum framm í rökkrið,
- og allt langnættið,
hún sat á rúmstokknum.

Fóturinn við pedalann hjólið undi
hring eftir hring
það hljóð ég man, swing hjól pedalanns
taktfast tímanum sem leið
hring eftir hring.
Í myrkri baðstofunnar
ullin hjólið fann,
vafðist hratt um kefli,
gróf gæran varð
að fínum loba tvinna.

Tímans hjól
man tímanna tvenna.
rokkurinn rann
sitt síðasta skeið
með þér.
Manstu tímanna tvenna
í tvinna; hvert klæði
fyrir hvern dag, hver
hnykill fyrir hverja stund,
hver hringur fyrir hvert augnablik.

Þráin fyrir annað líf beið,
Þrútinn lobahnykill,
þróttur á þrotum er
dauðinn ber á dyr
Hring eftir hring.
Swinghjól rokksinns dauðanns.
Ekkja eftir dauðann mann,
rokkurinn ekkjill þinn.  
HR. annar frá Fagragarði
1984 - ...


Ljóð eftir HR. annann frá Fagragarði

veröld
veruleika-firrtur
Týndur
Glæpur
Annáll
Swingrokk
maðurinn og náttúran