Af gefnu tilefni
Þér tókst þá að fylla tugina þrjá,
teigar nú ölið konunni hjá.
Æskan að baki og ókomin ár
ungdóminn taka og enn meira hár.
Nú áttu að standa á fótunum einn,
óstuddur vera í bakinu beinn.
Máttu þó aldrei missa af þeim
sem máttinn þinn efla og í sækja heim.
Svo bregðast krosstré sem bolti og ró,
blokkirnar falla, ei bifuðust þó.
Leiðirnar skiljast, á lífinu sér;
langbest er traustið á sjálfum þér.
Nú gleðjumst við saman gleðistund á,
í glasið er notalegt vínið að fá.
Vinir og fjölskylda vanda sig nú,
svo verði hér gleði, \"hey búggalú\"!.
teigar nú ölið konunni hjá.
Æskan að baki og ókomin ár
ungdóminn taka og enn meira hár.
Nú áttu að standa á fótunum einn,
óstuddur vera í bakinu beinn.
Máttu þó aldrei missa af þeim
sem máttinn þinn efla og í sækja heim.
Svo bregðast krosstré sem bolti og ró,
blokkirnar falla, ei bifuðust þó.
Leiðirnar skiljast, á lífinu sér;
langbest er traustið á sjálfum þér.
Nú gleðjumst við saman gleðistund á,
í glasið er notalegt vínið að fá.
Vinir og fjölskylda vanda sig nú,
svo verði hér gleði, \"hey búggalú\"!.