Minn besti vinur
Vinátta þín er mér mikils virði,
og gefur mér mikinn frið.
Guð má vita hvað um mig yrði,
ef þín nyti ei við.

Ég veit að ég er mikils metin
ávallt er þú til staðar.
Endalaus hlýja frá þér getin,
til þeirra sem þú að þér laðar.

Aldrei máttu gleyma mér,
stórt pláss þú átt í mínu hjarta.
Ég mun ætið unna þér,
hetjan mín bjarta.

09.06.2005

Eva þú ert langbest af öllum!! :)  
Galaxy
1982 - ...


Ljóð eftir Galaxy

Ástin mín
Hvað viltu mér?
Minn besti vinur
Móðir mín