Til skýja
Þú komst
eins og vorið
með ilm
af regnvotum strætum
þegar hjartað
var opið
og tómt

Ég man
þegar við strukum
hvort inn í annað
og þú sofnaðir
með koss minn
á vanga

Þú varst vonin
sem hjartað vakti
og það glitrar
á ástir regnbogans
í augum þínum

Garún Garún taktu mig
og berðu mig upp til skýja  
Tannsi
1962 - ...


Ljóð eftir Tannsa

Kutinn
Lífið í lit
Til skýja
Við gluggann
Árás