Kveðjan
Þú ert hjá mér í draumi sem vöku
hugurinn geymir minningu forðum.
Um hvern dag og hverja nótt
ég sveipa þig hugsun minni.

Ég hvísla nafnið þitt
í fjöllin og hafið
og greipa ást mína í klettaberg.  
Brynja Magnúsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Brynju

Kveðjan
Ástarjátning
Tárin
Næturljóðið
Bænin
Vögguljóð