Tárin
Við skulum ekki gráta
þótt grafi í gömlum sárum,
því við finnum engin svör
í löngu liðnum árum.

Þau eru farin sinn veg
eins og löngu hljóðnuð bæn.
Gára burt á lífsins bárum
og drukknuð í hafsjó af ógrátnum tárum.

Við skulum ekki gráta
þegar næturnar eru dimmar.
Þótt örin virðist ljót
eða minningarnar grimmar.

Því að með vorinu vaknar alltaf von
og í spegli tímans sindrar
kærleikans líknandi tár
sem allan sársauka mildar.  
Brynja Magnúsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Brynju

Kveðjan
Ástarjátning
Tárin
Næturljóðið
Bænin
Vögguljóð