Löngun
Hvernig má ég segja þér,
hvað mér býr í hjarta?
Hve nærvera þín yljar mér,
með brosi þínu bjarta.

Stundum deyr út vonin mín
er einn ég geng til náða.
Enga framtíð sé án þín,
hvað er nú til ráða?

Að sjá þig aka burt frá mér,
augun fyllast tárum.
Hve vildi ég þú værir hér,
ást mín er í sárum.

Sál mín hangir upp á þráð,
mitt hjarta er í taumi.
Hve lengi þína ást hef þráð,
sem vitjast mér í draumi.

Sýndu mér á einhvern hátt,
að ég skipti máli.
Ég er að missa allan mátt,
mitt hjarta er ekki úr stáli.

Alltaf verð ég vinur þinn,
sama á hverju gengur.
Þó Grikklandseyjar elskhuginn,
sé það ekki lengur.

Viltu ástin segja mér,
hvað ég þarf að gera?
Til að verða hæfur þér,
því þannig vil ég vera.  
Lewin Bain
1959 - ...


Ljóð eftir Lewin Bain

Þú veist
Uppgjör
Draumur
Löngun
Plásslaust í Paradís
Lítil hönd
Hendur
Hún er sæl