Plásslaust í Paradís
Glaður er á góðri stund
geislar lífs míns kraftur
man er fórum fyrst í sund
fljótt vil fara aftur
Þú mættir mér á bláum bol
blaut við lékum saman
óx þá ástar minnar þol
ó hve það var gaman
Allt of sjaldan síðan þá
sé ég ásjón þína
þrá’ í faðminn minn að fá
fjallkonuna mína
Hvað er ég að hugsa mér?
Hví er ég að vona?
Mér ei er ætlað líf með þér
þú verður ei mín kona
Plásslaust er í Paradís
para brostinn draumur
enga á ég álfadís
ó hve ég er aumur
geislar lífs míns kraftur
man er fórum fyrst í sund
fljótt vil fara aftur
Þú mættir mér á bláum bol
blaut við lékum saman
óx þá ástar minnar þol
ó hve það var gaman
Allt of sjaldan síðan þá
sé ég ásjón þína
þrá’ í faðminn minn að fá
fjallkonuna mína
Hvað er ég að hugsa mér?
Hví er ég að vona?
Mér ei er ætlað líf með þér
þú verður ei mín kona
Plásslaust er í Paradís
para brostinn draumur
enga á ég álfadís
ó hve ég er aumur