Ástin í tvíhlið
Blíðleg augun þín, þokkafullur líkaminn,
brosið margræða, hlýlegt móðurskautið
fyllir mig gleði og öryggi.
....þá vil ég vernda þig,
þá vil ég elska þig
og eiga þig
hverfa inn í þig
og verða þinn
að eilífu.....

Hjartað mitt brostið,
sál mín niðurbrotin
ást mín í dauðateygjum,
myrkur í sálinni,
fegurð þín skelfir mig:
Eg er afbrýðisemin,
ég er tortímingin......

.....Ástin er dauði minn,
sverið mitt hrokinn,
skjöldur minn kuldinn.
Ást mín er stríð við sjálfan mig

(ort um tvitugt)  
Júlíus Einar
1950 - ...


Ljóð eftir Júlíus Einar

Vorkoman
Hversdagsþankar
Sjálfskaparvítið
kveðjulok
Földu ræturnar
Vonarganga
Morgunsárið
Bíóferð
Fortíðarörlög
Heilræða-hending
Við flæðarmálið
Hvítar tennur
Pósturinn í eftirmiðdaginn
Ástin í tvíhlið