

Stundum finnst mér gaman.....
að horfa í spegil
- þegar ég er sæt,
að syngja
- þegar ég held lagi,
að vera full
- þegar það er gaman,
að yrkja
- þegar ég á til orð,
að þykjast
- þegar ég er bara ég,
að vera til
- þegar þú vilt vera með mér.
Mos. 2002
Birtist í ljóðabókinni Svört orð 2002