

Vindar vökunnar
feykja burt draumum næturinnar.
Nóttin,
á flótta undan deginum
skilur draumana eftir sem dögg í grasi.
Dagurinn kemur
með miskunnarlausan sannleikann,
- raunveruleikann.
Drepur dagurinn drauma mína?
Ak. /Rvk. 1991
feykja burt draumum næturinnar.
Nóttin,
á flótta undan deginum
skilur draumana eftir sem dögg í grasi.
Dagurinn kemur
með miskunnarlausan sannleikann,
- raunveruleikann.
Drepur dagurinn drauma mína?
Ak. /Rvk. 1991
Birtist í bókinni Svört orð 2002
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi