Tómas Guðmundsson
Sæll, fallegi maður!
Gleður mig að kynnast þér,
þó þú sért nú aðeins mynd
um liðna tíma.
Mynd, sem eitt sinn var gefin
„Til konu, sem jeg elska”,
orð, rituð með fölnuðu bleki
og gleymdust lengi í kassa.
Ástin sigrar allt,
jafnvel mörg ár í myrkri
og hún lifir enn
í mynd af manni,
sem ég elska.
Gleður mig að kynnast þér,
þó þú sért nú aðeins mynd
um liðna tíma.
Mynd, sem eitt sinn var gefin
„Til konu, sem jeg elska”,
orð, rituð með fölnuðu bleki
og gleymdust lengi í kassa.
Ástin sigrar allt,
jafnvel mörg ár í myrkri
og hún lifir enn
í mynd af manni,
sem ég elska.
Ljóðið er ort til eins besta ljóðskálds sem til er og um leið til ljósmyndar sem Tómas gaf ömmu minni ungri af sjálfum sér og er árituð með orðunum
„Til konu sem jeg elska - Tómas."
Birtist í ljóðabókinni Vídd 2004
Allur réttur áskilinn höfundi
„Til konu sem jeg elska - Tómas."
Birtist í ljóðabókinni Vídd 2004
Allur réttur áskilinn höfundi