

Nýfætt,
með vonir guðs í augunum
og hreinleika englanna í sálinni,
brosir þú mót sólinni
sem heyr endalaust stríð sitt
gegn myrkviði náttanna.
Sólin brosir blíðlega til þín á móti
og yljar saklausri tilveru þinni,
með óræð fyrirheit um fjarlæga framtíð
í fullkomnu jafnvægi ljóss og skugga.
Mos. 2002
með vonir guðs í augunum
og hreinleika englanna í sálinni,
brosir þú mót sólinni
sem heyr endalaust stríð sitt
gegn myrkviði náttanna.
Sólin brosir blíðlega til þín á móti
og yljar saklausri tilveru þinni,
með óræð fyrirheit um fjarlæga framtíð
í fullkomnu jafnvægi ljóss og skugga.
Mos. 2002
Birtist í ljóðabókinni Svört orð 2002
Allur réttur ákilinn höfundi
Allur réttur ákilinn höfundi