Það sem verður á vegi mínum 3
Gáfuleg fegurð

Með þjósti þær stíga á sviðið
þrútnar af andlegum þokka
Mér sýnist að sú í miðið
sé með greindarlega tilfinningalokka.


Ég held aðhún fái atkvæðið mitt
hugsar WajePorn Raviwanpong (hér er rétt að staldra við og velta fyrir sér hvort að maður að nafni Porn sé trúverðugur stjórnandi fegurðarsamkeppni)
hún er auðsjáanlega andlega fitt
og svo er hún auðvitað í þong


Og stjórnandinn sjálfur, Raviwanpong
slær sigurbjölluna, dong
See, I haven\'t done anything wrong
though she was only wearing a thong
so, thank you very much and so long


 
Loftur Kristjánsson Smári
1963 - ...
Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 5.5.2002 | 5:55

Gáfuleg fegurð

Útlitið er aðeins yfirborð og þess vegna verður einnig reynt að mæla greind og andlega heilsu þeirra sem komast í úrslit í næstu fegurðarsamkeppni kvenna í Taílandi.
Wajeeporn Raviwanpong, sem stjórnar keppninni, segir að 20% af heildarstigatölu hvers keppanda muni ráðast af mælingunum. Munu sérfræðingar mæla greindarvísitöluna með prófum, einnig verður tilfinningagreind könnuð og geðlæknar munu leggja spurningar fyrir stúlkurnar.
Bangkok. AP.

Ljóðabálkurinn "Það sem verður á vegi mínu mínum" er póstlistaljóðasafn sem sent er til aðdáenda Alþýðuskáldsins Lofts. Skráningar á póstlistann berist til lofturks@mi.is


Ljóð eftir Loft Kristjánsson Smára

Á KFUK fundi
Það sem verður á vegi mínum 1
Það sem verður á vegi mínum 2
Búddista Barbie.
Dánarfregnir og jarðarfarir
Af moldu ertu kominn
Það sem verður á vegi mínum 3