Vinur
Veistu lífið er svikult
ég komst að því í dag.
Það læddist aftan að mér
og stakk mig í hjartastað.
Ég hélt að við værum vinir
við töluðum svo oft um það.
Á sálarinnar sumarkvöldum
nutum við samfylgdar.
Og seinna, þegar napur vindur nísti hjartans sál
naut ég minninganna um þig.
Þú dróst mig upp úr hyldýpisins öskustó
og gafst mér aftur líf og hugarró.
Nú líður mér líkt og litlum fugli með lamaða vængi
læstum í svörtu búri sálarinnar
og þrái ylinn sem þú einn getur veitt mér.
Af hverju fórstu? Vegna hinna?
Ak. 1989.
ég komst að því í dag.
Það læddist aftan að mér
og stakk mig í hjartastað.
Ég hélt að við værum vinir
við töluðum svo oft um það.
Á sálarinnar sumarkvöldum
nutum við samfylgdar.
Og seinna, þegar napur vindur nísti hjartans sál
naut ég minninganna um þig.
Þú dróst mig upp úr hyldýpisins öskustó
og gafst mér aftur líf og hugarró.
Nú líður mér líkt og litlum fugli með lamaða vængi
læstum í svörtu búri sálarinnar
og þrái ylinn sem þú einn getur veitt mér.
Af hverju fórstu? Vegna hinna?
Ak. 1989.
Birtist í ljóðabókinni Návígi 2003
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi