

Veðruð húsin í Tassilak
sviðsmynd í spagettívestra
Nukkurak spennir bóginn
á fyrstu byssunni sinni
Hann er tólf ára.
Í gær batt litla systir hans
hestahnút á þykkt reipi
Og herti að.
Hann fann hana sitjandi á hækjum sér
ennþá haldandi um reipið
Sólin skein gegnum skjáinn.
Í Tassilak fá krakkarnir
byssuleyfi tólf ára
Þeir yngri deyja ekki ráðalausir.
sviðsmynd í spagettívestra
Nukkurak spennir bóginn
á fyrstu byssunni sinni
Hann er tólf ára.
Í gær batt litla systir hans
hestahnút á þykkt reipi
Og herti að.
Hann fann hana sitjandi á hækjum sér
ennþá haldandi um reipið
Sólin skein gegnum skjáinn.
Í Tassilak fá krakkarnir
byssuleyfi tólf ára
Þeir yngri deyja ekki ráðalausir.