Reiði

Í eitt andartak eitrast hugur minn
Og ég eigra þarna um,
Í hugsunum,
Sem hafa engin takmörk.

Í eitt andartak stöðvast heimurinn
Og allt sem ég finn er reiðin,
í blóði mínu, í sárum mínum, í huga mínum
og reiðin sem veit ekki einu sinni hver ég er.

Í eitt andartak fer heimurinn af stað
Og orðin sem biðu
Streyma upp á yfirborðið
Og valda þar miklum skaða.

Í eitt andartak er allt hljótt
Og reiðin sem var als ráðandi
er farin í bili
Og í staðin kemur þessi yfirþyrmandi eftirsjá.
 
Rökkva
1989 - ...


Ljóð eftir Rökkvu

Einmanaleikinn
Bjargvætturinn
Spenna, þrá og eftirsjá
Áhyggjuleysi æskunnar.
Nafnlaust ljóð um Djöfulinn og Guð
.....
Reiði
lýðræði
Myrkur
Ástar þakkir fyrir eldamennskuna
.
Ég vil...
Til þín ástin mín.
Lífshræðsla
Nauðgunarlyf
Það sem er eftir ósagt