Móða
Tíminn getur leikið mann grátt.
Ég mun seint tak´ann í sátt.
Ég man ekki hvernig það var að vera þinn.
Ég man eftir móðunni,
ég man eftir hendinni
sem skrifaði nöfnin okkar á spegilinn.
Svo færðist yfir skuggi
og það var opnaður gluggi.
Móðan hvarf frá.
Þó það sjáist ekki lengur
er alveg víst hvað stendur
skrifað þar á.
Næst þegar hitnar.
Næst þegar að það hitnar
birtast kannski nöfnin okkar á ný.
Ég mun seint tak´ann í sátt.
Ég man ekki hvernig það var að vera þinn.
Ég man eftir móðunni,
ég man eftir hendinni
sem skrifaði nöfnin okkar á spegilinn.
Svo færðist yfir skuggi
og það var opnaður gluggi.
Móðan hvarf frá.
Þó það sjáist ekki lengur
er alveg víst hvað stendur
skrifað þar á.
Næst þegar hitnar.
Næst þegar að það hitnar
birtast kannski nöfnin okkar á ný.