Bláir vettlingar!
Nú sit ég hér og rita
Mín bestu ástarljóð
Án þess þó að vita
Hvort þau séu góð

Þau fjalla öll um sömu stúlkuna
Hún gengur um með bláa vettlinga
Ég tala en ætti kannsk´að þegja meir
Því í höndum hennar er ég aðeins leir

Það skiptir engu máli
hvert að stúlkan fer
Án hennar minni maður
ég augljóslega er

Og ég gæti svo sem sagt ykkur
meira um það
Tíminn er mér hagstæður
þó ég viti að
ég geti aldrei fundið orð sambærileg við þig
Ég lét þá bara þögnina tala fyrir mig
 
Helgi Rabn
1985 - ...


Ljóð eftir Helga Rabn

Olga
Menu!
Móða
Curious
E-ð breytt
Bláir vettlingar!
Hvað vil ég gera?
Þrösturinn og fólkið.
Fuglarnir fyrir utan gluggann