Föðurbetrungur
Ég skal vera fræið
ef þú verður tréð
ég skal komast lengra
en þú hefur séð

ég skal vaxa hærra
en lauf þín hafa náð
og vinna fleiri hildir
en þú hefur háð,

því allt sem þú gerir
þarf ég að gera betur
því ég
er sonur þinn.

Ef þú klífur kletta
skal ég klífa fjöll
og ef þú hús þitt byggir
mun ég reisa höll

og ef þú verður ríkur
vil ég eignast allt
helst allt í heimi
ef það er falt,

því allt sem þú gerir
þarf ég að gera betur
mikið betur,
því ég
er sonur þinn.



 
Gísli Friðrik Ágústsson
1976 - ...
Hvaða barn lendir ekki í þessari krísu?


Ljóð eftir Gísla Friðrik Ágústsson (gillimann@gmail.com)

Veðurfréttir
Ferðin heim
Flug í draumi
Reykjavík á rauðum morgni
Dánarfréttir og jarðarfarir
Sólarupprás kl rúmlega níu
Of kalt fyrir skrúðgöngu
Ástin er ekki til
Sílíkon
Einkaskilaboð frá Guði
Líf
Tímaflakkarinn
Föðurbetrungur
Kárahnjúkar: náttúrustemma
Fjögur líf á svipstundu
Áhrínsorð móður
Vandræðaleg augnablik.
Regndropar.
Dauðsfall á lagernum
Salt