Fölur strætisvagn
Kaldir vetrarmorgnar
sitja fyrir mér
og bíða
á meðan ég geng niður tröppurnar

úti er allt hvítt
nema göturnar
svartar af núinu
helvotar af slyddu

veturinn brakar undir fótum mér
ennþá klukkutími
þar til lömbin vakna
og fara að kasta snjóboltum

götuljósin eru kviknuð
ennþá klukkutími
þar til hitt ljósið vaknar

hitalaust skýlið hlýjar mér
þangað til strætóinn bjargar mér
hann er með miðstöð
svo okkur verði ekki kalt
svo góðhjartaður er maðurinn

ég hleypi þeim á undan
góðvild fyrir vanþakklæti
stjórinn heilsar án þess að sjá mig
hann sér aðeins silfrið
brauðið hans á köldum vetrarmorgni.  
öskubakki
1983 - ...


Ljóð eftir öskubakka

Fölur strætisvagn
Tímastillt augu
Skilningur grunnhyggna mannsins
Tillfinning
Spegilmynd