Tillfinning
Ég ligg og horfi á hana
þar sem hún liggur hreyfingarlaus
á móti mér

liðað hárið lekur niður axlirnar
einstaka hár fellur fyrir munninn
og þýtur upp aftur í takt við lífið
mig langar að snerta hana
strjúka hár hennar
faðma hana að mér
kyssa hana
en þá vek ég hana

hjartsláttur minn eykst allt í einu
augnlokin hennar byrja að hreyfast
varirnar hreyfast
hún er ekki lengur hreyfingarlaus
ekki vakna
góði guð ekki láta hana vakna
bara eina mínútu í viðbót
leyfðu mér að faðma hana einu sinni enn
ekki vakna

hún er vöknuð
á móti henni er kaldur veggur
sem þarf að mála

ég er vaknaður
 
öskubakki
1983 - ...


Ljóð eftir öskubakka

Fölur strætisvagn
Tímastillt augu
Skilningur grunnhyggna mannsins
Tillfinning
Spegilmynd