Yngri Blakkur
Mikll hestur hár og dyggur
í huga mínum varstu tryggur.
Á heiðum uppi frár og frakkur,
fallinn ertu Yngri Blakkur.

Þín við minnumst margan daginn,
mikið varstu á stökki laginn.
Aldrei hnípinn aldrei skakkur,
allra vinur Yngri Blakkur.

Penninn skrifar, söngur ómar,
sólin yfir bænum ljómar.
Yrkir hann þó áfram frakkur
óðinn um þig Yngri Blakkur.  
Steinkanína
1950 - ...


Ljóð eftir Steinkanínu

Þingvellir
Huldumaður
hestavísur..
Maríubæn.
Hestavísur
Í fyrri daga...
Vetrarkvíði
Eftirsjá
Yngri Blakkur
Á Kringlukránni
in memoriam 18 janúar 1984
Ásta
í tilefni Gleðifundar...
Bryndís Hrund
Úr Grænlandferð 93
Tryllingur...
Svanasöngur
Volæði...
Í öðrum heimi...