Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Í mótspyrnu þess sem
öllu hefur glatað
er kraftur sem fáir skilja

Harðstjórarnir fleiri en einn
handsal
Blóðugar hendur
einræðisríkja hins frjálsa heims

Fánar brenndir
með iðandi táknum
Blátt svo blátt
bláar hendur
Hvítt svo hvítt
Rautt svo rautt
blóðug kvika
skotmörkin
ekki lengur fjarlæg

Þar sem eitt sinn var heimili
þar sem eitt sinn fjölskylda hjúfraði
sig saman í gleði og sorg
er aðeins auðn.
Manneskjur sem eiga engin tár
eftir í vonlausum augum
Kvöl þeirra
nær til mín
í kraftmiklum táknum

Í þeirri auðn sem áður var
fæðist von
takmarkalaus innri ólga
Það er hafin bylting í hjarta mínu
hún einkennist af alúðlegum litlum
breytingum í hinu daglega lífi
Mín hverdagslegu stríð
hjákátlega innantóm  
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan