Tungumál steinanna


Húð mín gælir við vindinn.
Drekkur í sig ævintýrin
sem ferðast í fangi hans.

Í hinni meðvituðu hringiðu
eru hillingarnar eins áþreifanlegar
og líkami minn.

Í brotsjó ástríðna minna skolar
myndum hans á land.
Ávalar og mjúkar
eins og fjörugrjótið.
Dulúðlegar og djúpar
eins og tungumál steinanna.  
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan