Meinið
í hljóðu myrkri
rennur blóðlituð mynd þín
um æðar mínar

rám rödd syngur

\"lífið er viðkvæmt blóm\"
þú situr ein með dofin augu
og týnir marglit blöðin af lífsblóminu

eitt
af
öðru

daðrandi við dauðann
ég sé enga angist í dökkum augunum
hann heldur þétt um andlit þitt

meinið marar í sál þinni
breiðir úr sér
kláðaklær í lungum
þú nærir þær með
öllu nema lífinu
ég finn enga angist í hjarta þínu

fíkn í falskan veruveika
frá sársauka
sem engin orð
fá lýst

þú hefur reist þér háan kringlóttan múr
og skrifað
þráhyggju
ótta
angist
uppgjöf
sektarkennd
inn í hann

fallegar myndir
úr mórauðu blóði þínu
skreyta hann utan
legg hönd mína varlega í þína um stund
finn hvernig þú dregur þína
út
hverfur
inn í fortíðarþoku
á meðan framtíðin er fyllt táknum dauðans

út úr augum þínum sé ég
í eitt forboðið andartak
morðingjann
helsárt sjálfið
leikandi sér við
vágestinn

1000 lítilla krabbadýra skríða út um svitaholurnar
á næturnar og éta þig upp

rétti þér heróín
í huganum
og silfurlita nál  
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan