

Húð mín gælir við vindinn.
Drekkur í sig ævintýrin
sem ferðast í fangi hans.
Í hinni meðvituðu hringiðu
eru hillingarnar eins áþreifanlegar
og líkami minn.
Í brotsjó ástríðna minna skolar
myndum hans á land.
Ávalar og mjúkar
eins og fjörugrjótið.
Dulúðlegar og djúpar
eins og tungumál steinanna.