Manstu
Manstu, þegar fuglarnir sungu,
bleikrauðu skýin svifu,
rósirnar heilsuðu brosandi
og ástin vorum við?

Manstu, þegar sólin vakti okkur,
regnboginn litaði himininn,
vindurinn hvíslaði ástarorðum
og máninn geymdi leyndarmálin?

Manstu, þegar nóttin faðmaði okkur,
hjörtun okkar dönsuðu vals,
og Dauðinn var engill,
fyrr en nú

-manstu?
 
Afródíta
1988 - ...


Ljóð eftir Afródítu

Ekkert varir að eilífu
blind af ást
Tárin
Ekki það sama..
Fyrirboði
hjartað
Manstu
Kreppa
Söknuður