

Tárvot augu í gráu mistri,
hulin þungri þoku,
drukknandi öskur í fjöldanum,
ísköld veröld í dvala.
Upphafið á hamslausu hatri
í stjórnlausri tilveru mannsins,
menguð af stjórnvöldum,
fallin í dá.
Í dag mun ég lifa,
í nótt mun ég deyja,
með hatrið að vopni og óttan sem skjöld
fell ég, stríðsmaður ástar.
hulin þungri þoku,
drukknandi öskur í fjöldanum,
ísköld veröld í dvala.
Upphafið á hamslausu hatri
í stjórnlausri tilveru mannsins,
menguð af stjórnvöldum,
fallin í dá.
Í dag mun ég lifa,
í nótt mun ég deyja,
með hatrið að vopni og óttan sem skjöld
fell ég, stríðsmaður ástar.