Sveitin fyrir norðan
Þegar ég var öfgamaður
sex ára í sveit
barði ég allar beljurnar
og uppnefndi eina geit.

Ég neitaði að raka heyjið
og heimtaði appelsín
bóndakonan trylltist
ég kallaði hana svín.

Ég grét mig í svefn á kvöldin
og hvíslaði ofurlágt
bað guð um að bjarga mér
ég ætti svo ósköp bágt.

Svo heiftarleg varð mín heimþrá
ég flúði lengst upp í fjall
settist að í helli
át fífla og drullumall

Þegar ég kom til baka
fór allt í bál og brand
bóndakonan brjálaðist
og lét mig drekka hland

Ég sagði aldrei neinum
frá sorg minni og raun
í sveitinni fyrir norðan
við ódáðahraun.

 
Stefanía Ósk Óskarsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Stefanía Ósk Óskarsdóttir

Alheimsverndarinn
Innblástur
Stríðsmaður ástar
Frelsi
Ekkert og Eitt
Ljós
Skítug sál
Ég segi þér satt
Fyrirgefning syndanna
Haust
Reykjavíkur róni
Vetur
Pabbi minn
Frænka mín
Sveitin fyrir norðan
Strikið
Heimilislaus
Stockholm Syndrome
Auralaus
Heimsendir
Sérðu..
Sólheimar
December Rain
Remember me
End of the world
In loving memory
Farewell
Silence
Morð
Only you
Ósagt
Hugrekki
Blindni
Ástand