Frænka mín
Frænka mín var undrabarn
með klístrað slitið hár
flatbrjósta og föl
en ógeðslega klár.

Svo varð hún 15 ára
og á hana uxu brjóst
hún byrjaði með Kára
og litaði hárið ljós.

Kári gekk í kindaull
hann var háður rommi
Hann þóttist vera kvennagull
en var í rauninni hommi.

Frænka mín varð ólétt
og föl með slitið hár
Kári fékk kosningarrétt
varð feitur gugginn og grár.

Frænka mín missti barnið
og Kári flutti burt
hún tók saman prjónagarnið
og keypti sér kannabis jurt.

Hún er ekki lengur undrabarn
og ekki lengur klár
hún er orðin dópisti
með úrsérvaxið hár.

Kári flutti til Danmerkur
eignaðist fjögur börn
varð ljósbrúnn og sterkur
á hús við fallega tjörn.  
Stefanía Ósk Óskarsdóttir
1990 - ...
Ojá, lífið er stundum ósanngjarnt.


Ljóð eftir Stefanía Ósk Óskarsdóttir

Alheimsverndarinn
Innblástur
Stríðsmaður ástar
Frelsi
Ekkert og Eitt
Ljós
Skítug sál
Ég segi þér satt
Fyrirgefning syndanna
Haust
Reykjavíkur róni
Vetur
Pabbi minn
Frænka mín
Sveitin fyrir norðan
Strikið
Heimilislaus
Stockholm Syndrome
Auralaus
Heimsendir
Sérðu..
Sólheimar
December Rain
Remember me
End of the world
In loving memory
Farewell
Silence
Morð
Only you
Ósagt
Hugrekki
Blindni
Ástand