Regnbogi
Mannstu, þegar strikin voru ennþá hvít á götunni,
þú labbaðir á þeim og spurðir hver hellti úr fötunni.
Það rigndi svo á okkur og þú bauðst mér svo heim.
Ekkert gat í þá daga skemmt fyrir okkur tveim.
Regnboginn sem kom á himininn var í öllum litum
og við rétt svo frá honum okkur slitum.
Ekki frá hvort öðru og svo brosti máninn við tjörn.
Inn í nóttina svifum með stjörnunum stjörf.
En núna eru strikin löngu horfin og máð.
Eins og ljósar línur sem voru eitt sinn nýmáluð.
Það er eins og tíminn hafi tekið þig frá mér.
Það sem gerðist í millitíðinni kom af sjálfu sér.
Og ég vona að þú komir einn dag með vorinu,
komir og segir að þú farir ekki aftur út af sporinu.
Sporin okkar eru löngu horfin og tíminn líður.
Samt man tunglið enn og með mér bíður.
En allt breytist þegar árin líða eins og gatan greið,
sem er nú löngu malbikuð og hellulögð alla leið.
Sú hugsun læðist að þú kyssir mig ei aftur um sinn.
Sami regnbogi kemur aldrei aftur á himininn.
þú labbaðir á þeim og spurðir hver hellti úr fötunni.
Það rigndi svo á okkur og þú bauðst mér svo heim.
Ekkert gat í þá daga skemmt fyrir okkur tveim.
Regnboginn sem kom á himininn var í öllum litum
og við rétt svo frá honum okkur slitum.
Ekki frá hvort öðru og svo brosti máninn við tjörn.
Inn í nóttina svifum með stjörnunum stjörf.
En núna eru strikin löngu horfin og máð.
Eins og ljósar línur sem voru eitt sinn nýmáluð.
Það er eins og tíminn hafi tekið þig frá mér.
Það sem gerðist í millitíðinni kom af sjálfu sér.
Og ég vona að þú komir einn dag með vorinu,
komir og segir að þú farir ekki aftur út af sporinu.
Sporin okkar eru löngu horfin og tíminn líður.
Samt man tunglið enn og með mér bíður.
En allt breytist þegar árin líða eins og gatan greið,
sem er nú löngu malbikuð og hellulögð alla leið.
Sú hugsun læðist að þú kyssir mig ei aftur um sinn.
Sami regnbogi kemur aldrei aftur á himininn.
04. 08. ´05