Veturinn er fyrir mig
Látlaus lítill fugl
lætur eftir sig fet.
Hann kroppar í snjóinn,
gegn um kallt hret.
Ef hann gæti grátið
myndu streyma tár
Í stað á flug sig hefur
Í himninum svo smár.

Strákur stikar hægt
í snjóinn markar spor
Kallt inn að beinum, og
vild´ það væri komið vor.
Ef hann gæti flogið
myndi hann fara hátt
Í stað þess renna tárin
um kaldar kinnar dátt.

En veturinn er svona,
með kulda og hríð,
allir bíða, vona
að birtist betri tíð
nema ég sem þrái þig.
Veturinn er fyrir mig.

Allt er svarthvítt úti
og allt lifandi frýs.
Trén eru kyrrstæð mynd
og speglast á köldum ís.
Ég gæti aldrei grátið
þótt kuldi bítur kinn.
Á slíkum vetrardögum
alla kyrrðina finn.

Göturnar glitra
fangað geta allt.
Varirnar titra
það er svo kalt.
En hjarta mitt hitar
og tilhugsun um þig.
Veturinn er fyrir mig.  
Hulda Rós
1985 - ...
nóv 2004


Ljóð eftir Huldu Rós

En ef?
Ljósgrænn losti
Margfætlur með ljósum
Hvað ég fann til
Regnbogi
Gyllt hjartalag
Veturinn er fyrir mig
Feilspor
Djass af himnum
Fagra veröld
Trú
Þann dag
Sólin sekkur í nótt
Auðlind þín
Svanurinn
Ljótljóð
Eitt kertaljós
Svipmynd þín
Þekkiru mig?
Tunglið
Falið bros
Engin orð
Skugginn
Ekkert er eilíft
Helförin
Tilbúin ímynd
Fantasía
Lygnir dagar
Rótleysi
Veruleiki
Tíminn
Tvær dúfur
Mynd af skóm
Stríð
Tímalaust logn
Augun þín sjá
Ég ætla að vaka í nótt
Andvarp
Fiðrildi
RótBreytingar
Himininn varð sár
Brosandi heimur
Útilokað
Örvænting
Ófullkomleiki
Fullkomið tré
Algjör steypa
Grá stétt
Hryðjuverkadansleikur
Eva í paradís
Erkióvinur minn
Sagan af laginu
Þykkir viðardrumbar
Nákvæmlega ég
Útsaumuð rós
Andartak í spegli