Veturinn er fyrir mig
Látlaus lítill fugl
lætur eftir sig fet.
Hann kroppar í snjóinn,
gegn um kallt hret.
Ef hann gæti grátið
myndu streyma tár
Í stað á flug sig hefur
Í himninum svo smár.
Strákur stikar hægt
í snjóinn markar spor
Kallt inn að beinum, og
vild´ það væri komið vor.
Ef hann gæti flogið
myndi hann fara hátt
Í stað þess renna tárin
um kaldar kinnar dátt.
En veturinn er svona,
með kulda og hríð,
allir bíða, vona
að birtist betri tíð
nema ég sem þrái þig.
Veturinn er fyrir mig.
Allt er svarthvítt úti
og allt lifandi frýs.
Trén eru kyrrstæð mynd
og speglast á köldum ís.
Ég gæti aldrei grátið
þótt kuldi bítur kinn.
Á slíkum vetrardögum
alla kyrrðina finn.
Göturnar glitra
fangað geta allt.
Varirnar titra
það er svo kalt.
En hjarta mitt hitar
og tilhugsun um þig.
Veturinn er fyrir mig.
lætur eftir sig fet.
Hann kroppar í snjóinn,
gegn um kallt hret.
Ef hann gæti grátið
myndu streyma tár
Í stað á flug sig hefur
Í himninum svo smár.
Strákur stikar hægt
í snjóinn markar spor
Kallt inn að beinum, og
vild´ það væri komið vor.
Ef hann gæti flogið
myndi hann fara hátt
Í stað þess renna tárin
um kaldar kinnar dátt.
En veturinn er svona,
með kulda og hríð,
allir bíða, vona
að birtist betri tíð
nema ég sem þrái þig.
Veturinn er fyrir mig.
Allt er svarthvítt úti
og allt lifandi frýs.
Trén eru kyrrstæð mynd
og speglast á köldum ís.
Ég gæti aldrei grátið
þótt kuldi bítur kinn.
Á slíkum vetrardögum
alla kyrrðina finn.
Göturnar glitra
fangað geta allt.
Varirnar titra
það er svo kalt.
En hjarta mitt hitar
og tilhugsun um þig.
Veturinn er fyrir mig.
nóv 2004