Feilspor
Ég velti fyrir mér vandlega
hvað lífið er margfallt.
Stundum er eins og ég skilji það
en skil það aldrei allt.
Einhver sagði að þroskinn
kæmi eftir öll mistökin.
Sem breyta skoðunum þegar fólk
gefur allt annað í skyn.

Hvernig er hægt að gleyma því
sem snertir mann svo djúpt.
Þótt að yfirborðið glansi,
þá getur það verið hrjúft.
Ef ég gæti breytt öllu því
sem búið er sárt er geymt.
Væri ég máttugri en flestir,
en gæti þó aldrei gleymt.

Ef allt svo ósköp auðvelt væri
þá væri tíminn aldrei seinn.
Á herðum engar áhyggjur bæri
og lífið væri flótti einn.
Mörgu er hægt að sjá eftir
og skrifa afsökun í skýin.
Það gildir einu og tilgangslaust,
þegar stingur þig öll lýgin.

Það sem aðrir halda að ætti
ekki máli að skipta þig.
Þó sumir lifi í blekkingu
veit maður allt um sjálfan sig.
Það sem gerðist fjandi rangt
og feilsporin öll að baki.
Verða aldrei ásættanleg,
nema hjartað þitt sé klaki.  
Hulda Rós
1985 - ...
..svona segir maður fyrirgefðu í 4 erindum..


Ljóð eftir Huldu Rós

En ef?
Ljósgrænn losti
Margfætlur með ljósum
Hvað ég fann til
Regnbogi
Gyllt hjartalag
Veturinn er fyrir mig
Feilspor
Djass af himnum
Fagra veröld
Trú
Þann dag
Sólin sekkur í nótt
Auðlind þín
Svanurinn
Ljótljóð
Eitt kertaljós
Svipmynd þín
Þekkiru mig?
Tunglið
Falið bros
Engin orð
Skugginn
Ekkert er eilíft
Helförin
Tilbúin ímynd
Fantasía
Lygnir dagar
Rótleysi
Veruleiki
Tíminn
Tvær dúfur
Mynd af skóm
Stríð
Tímalaust logn
Augun þín sjá
Ég ætla að vaka í nótt
Andvarp
Fiðrildi
RótBreytingar
Himininn varð sár
Brosandi heimur
Útilokað
Örvænting
Ófullkomleiki
Fullkomið tré
Algjör steypa
Grá stétt
Hryðjuverkadansleikur
Eva í paradís
Erkióvinur minn
Sagan af laginu
Þykkir viðardrumbar
Nákvæmlega ég
Útsaumuð rós
Andartak í spegli