

Sérðu ekki að veröldin brosir?
Himininn er bleikur
og roðnar á skýjunum.
Birtan glampar
í pírð augun.
Og grasið hefur aldrei
verið svo grænt.
Döggin fellur
og fjöllin blána
og fuglarnir syngja lag
um kvöldið.
Allt í kring
er svo fagurt
og dagurinn sem var
og kemur á morgun,
hann brosir.
Himininn er bleikur
og roðnar á skýjunum.
Birtan glampar
í pírð augun.
Og grasið hefur aldrei
verið svo grænt.
Döggin fellur
og fjöllin blána
og fuglarnir syngja lag
um kvöldið.
Allt í kring
er svo fagurt
og dagurinn sem var
og kemur á morgun,
hann brosir.