

Gráum, ljósgráum fjörusteinum
sortnar
í hljóðu regninu
- nema báran
drepur titlinga
framan í grásprengdan himin.
Sem umli haf
hér lengst inni í lygnum
afkima vogsins.
Ó haf!
Haf biðlund
enn um stund.
Mér blæðir söknuði
meðan steinum þínum vöknar
sortnar
í hljóðu regninu
- nema báran
drepur titlinga
framan í grásprengdan himin.
Sem umli haf
hér lengst inni í lygnum
afkima vogsins.
Ó haf!
Haf biðlund
enn um stund.
Mér blæðir söknuði
meðan steinum þínum vöknar