Haust
Frostið reisir kristalskletta í mold
og kuldans hendur endurbyggja fold.
Augu jarðar, vötnin, stara stirð
til stjarnanna í himins óra firð.
Fer að haust með fjaðurmjúkum dúni
farðar lauf og strá í hverju túni
gulu, rauðu, grænu, bláu trafi
girðir land frá efsta tind að hafi.
Fegurð hausts er fallvaltleikans gríma
felulitir dauðans – lífsins glíma.
Að lokum snjórinn línið breiðir svalt
á lífsins jörðu, eins og gleymskan, allt.