

Inn á milli opnast rifa
og tunglið læðist bakvið
og það hverfur.
Ég er að hugsa um lífið
í þungum takti þar sem
vindurinn er laglínan.
Í svörtum litum og bláum
rennur allt saman
við þögla himinbúa.
Rökkur á hörundi liggur
en ég ligg hér, og líkt
og hafið faðmar tunglið
ert þú með mér.
og tunglið læðist bakvið
og það hverfur.
Ég er að hugsa um lífið
í þungum takti þar sem
vindurinn er laglínan.
Í svörtum litum og bláum
rennur allt saman
við þögla himinbúa.
Rökkur á hörundi liggur
en ég ligg hér, og líkt
og hafið faðmar tunglið
ert þú með mér.