

Litlir skór í forstofunni.
Mamma bakar köku
og saumar kjóla
og knúsar börnin sín.
Stærri skór í forstofunni,
allir úti að leika
langt fram eftir kvöldi
og læra að lesa.
Spariskór í forstofunni.
Nú á að dansa
og daðra fram á nótt.
Bannað að segja.
Mamma bakar köku
og saumar kjóla
og knúsar börnin sín.
Stærri skór í forstofunni,
allir úti að leika
langt fram eftir kvöldi
og læra að lesa.
Spariskór í forstofunni.
Nú á að dansa
og daðra fram á nótt.
Bannað að segja.