Raunir í raun
Varð hugsað til Palla.
Svona ein í heiminum.

\"Hér sér hver um sig\"
(þrátt fyrir fögur fyrirheit)

-Og hver hefur sinn djöful að draga
(ótrúlegt hvað hann streitist á móti!)

Staldra stundum við:
Ég ekki nógu sterk?
Hann of?

Bít á jaxlinn
geymi \"þú átt mig að\"
á öruggum stað.

Horfi þakklát
á hugsanlega bjargvætti

Veit að þau munu lífga mig við
ef ég dey.
 
Rósa
1983 - ...


Ljóð eftir Rósu

Raunir í raun
Tenging(in)
Andvaka
Sönn ást
Rask