Rask
Nú er mál að linni
- að sinni

Klukkan enn þögul
Ég á milli svefns og vöku
ekkert rýfur þögnina
annað en borhljóð að ofan

sný mér á hina
dreg sængina upp fyrir haus
fyrirfram tapað spil

Skyndilega!
Borhljóðið ekki lengur eitt
- nú færist fjör í leikinn

hamar - bor
bor -hamar

með hárið úfið
og krumpuð í framan
skrifa ég bréf
og lauma því undir hurðina á næstu

\"Elska skaltu nágranna þinn\"

Dettur allt í dúnalogn
í hvítum náttkjól svíf ég á vit ævintýranna...

Klukkan tíu
- byrjaðir að nýju  
Rósa
1983 - ...


Ljóð eftir Rósu

Raunir í raun
Tenging(in)
Andvaka
Sönn ást
Rask