Kjánaprik
Kjáninn ég trúði öllu sem þú sagðir
Þú komst inn í líf mitt,
fylltir mig af lygum
Þegar ég fór að spyrja nánar þú bara þagðir.

Kjáninn ég trúði þér fyrir öllu mínu
og hvernig þú laugst að mér á móti
skil ég ekki hvernig þú gast
hvað býr í hjarta þínu?

Kjáninn ég hlustaði á hetjusögur
hversu vel þú værir staddur
í þessu lífi þínu sem er ekki til
Þú mataðir mig á lygi, eftir sit ég mögur

Kjáninn ég fyrirgef þér
Hvað get ég annað
þegar þú átt engann annan að?
en hvernig veit ég, að þú ljúgir ekki meir að mér?  
Berglind
1986 - ...


Ljóð eftir Berglindi

Kjánaprik
Fangi ástarinnar
Blómstur deyr
Ásynd þín