tjaldvörðurinn
hvers á ég að gjalda
þurfa að ganga á milli tjalda
kvöld eftir kvöld
því sterk eru þau völd
sem gera mér það
að þurfa að ganga í hlað
sem heimskur og ómerkur
tjaldanna vörður


en hverjar eru þakkirnar
fyrir allar fórnirnar
ég vil ekki gleyma
hvernig það var heima
áður en ég fór
út í þetta slór
sem aumur og auðmjúkur
tjaldanna vörður  
Hlín Ólafsdóttir
1989 - ...
með minni dýpstu virðingu fyrir öllum þeim tjaldvörðum sem fyrirfinnast


Ljóð eftir Hlín Ólafsdóttur

tjaldvörðurinn
konudagurinn
lítil saga um sprengingu
Karlmennskan holdi borin
banvæn gleymska
A.T.H