konudagurinn
manstu þegar skáldið orti ljóð
úr orðunum sem ég bjó til handa þér ?

ekki gleyma því þegar ég bauð þér í bíó
og pylsu á eftir í Bæjarins Bestu

manstu þegar guð hringdi og vildi
kaupa sólina sem ég bjó til handa þér ?

ekki gleyma því þegar við fórum niðrá tjörn
og gáfum öndunum eldgamalt brauð

manstu þegar gullsmiðurinn bjó til hring
úr gullinu sem ég bjó til handa þér ?

ekki gleyma þegar ég gaf þér súkkulaði
á konudeginum



 
Hlín Ólafsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Hlín Ólafsdóttur

tjaldvörðurinn
konudagurinn
lítil saga um sprengingu
Karlmennskan holdi borin
banvæn gleymska
A.T.H