

manstu þegar skáldið orti ljóð
úr orðunum sem ég bjó til handa þér ?
ekki gleyma því þegar ég bauð þér í bíó
og pylsu á eftir í Bæjarins Bestu
manstu þegar guð hringdi og vildi
kaupa sólina sem ég bjó til handa þér ?
ekki gleyma því þegar við fórum niðrá tjörn
og gáfum öndunum eldgamalt brauð
manstu þegar gullsmiðurinn bjó til hring
úr gullinu sem ég bjó til handa þér ?
ekki gleyma þegar ég gaf þér súkkulaði
á konudeginum
úr orðunum sem ég bjó til handa þér ?
ekki gleyma því þegar ég bauð þér í bíó
og pylsu á eftir í Bæjarins Bestu
manstu þegar guð hringdi og vildi
kaupa sólina sem ég bjó til handa þér ?
ekki gleyma því þegar við fórum niðrá tjörn
og gáfum öndunum eldgamalt brauð
manstu þegar gullsmiðurinn bjó til hring
úr gullinu sem ég bjó til handa þér ?
ekki gleyma þegar ég gaf þér súkkulaði
á konudeginum